Erlent

Ætluðu að sprengja fjölda flugvéla

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þremenningarnir sem lögðu á ráðin um að sprengja fjölda flugvéla í loft upp. Hefði það gerst yfir borgum í Bretlandi eða annars staðar hefði fjöldi látinna í allt getað numið 10.000 manns.
Þremenningarnir sem lögðu á ráðin um að sprengja fjölda flugvéla í loft upp. Hefði það gerst yfir borgum í Bretlandi eða annars staðar hefði fjöldi látinna í allt getað numið 10.000 manns. MYND/Telegraph

Þrír múslimar, búsettir í Bretlandi og tengdir hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hafa verið fundnir sekir um að leggja á ráðin um sjálfsmorðssprengjuárásir í stórum farþegaflugvélum á leið yfir Atlantshafið. Samkvæmt gögnum sem fundust í fórum þeirra þegar þeir voru handteknir árið 2006 ætluðu þeir sér að koma sjálfsmorðssprengjumönnum með sprengiefni í fljótandi formi um borð í margar flugvélar og hefði þeim tekist ætlunarverk sitt gæti það hafa kostað allt að 10.000 mannslíf. Bann við að farþegar taki með sér vökva í flug tók gildi eftir handtöku mannanna. Um er að ræða stærstu hryðjuverkarannsókn í sögu Bretlands og kostuðu rannsóknin og réttarhöldin alls 60 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×