Enski boltinn

Mikilvægur sigur hjá Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading.
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Reading vann í kvöld mikilvægan sigur á Doncaster í ensku B-deildinni í knattspyrnu og saxaði þar með á forskot efstu tveggja liða deildarinnar.

Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Ívar Ingimarsson er frá vegna meiðsla. Reading er í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig, sjö stigum á eftir toppliði Wolves og fjórum stigum á eftir Birmingham. Reading á þó leik til góða.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu er Burnley gerði 1-1 jafntefli við Ipswich á útivelli, 1-1.

Þá vann QPR 1-0 sigur á Swansea í kvöld. Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður í liði QPR á 74. mínútu.

Burnley er í fimmta sæti deildarinnar með 62 stig en QPR í því ellefta með 53 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×