Innlent

Framtíð Ingibjargar skýrist á morgun

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greinir væntanlega frá því á morgun hvort hún býður sig fram til Alþingis í kosningunum í apríl. Jafnvel þótt hún bjóði sig fram útilokar hún ekki að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherraefni flokksins.

Frestur til að skila inn framboðum í prófkjöri samfylkingarinnar rennur út á hádegi á laugardag en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins hefur enn ekki upplýst hvort hún bjóði sig fram. Hún segist tilkynna ákvörðun sína áður en fresturinn rennur út, en hún sagðist meðal annars þurfa að ráðfæra sig við sína fjölskyldu.

Í aðdraganda stjórnarmyndunarinnar sagðist Ingibjörg treysta Jóhönnu Sigurðar kvenna best til að verða forsætisráðherra og því spurning hvort Jóhanna verði forsætisráðherraefni flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×