Innlent

Margar tilkynningar um eld á Keflavíkurflugvelli

Frá æfingunni í dag. Mynd/ Ingvar Georgsson.
Frá æfingunni í dag. Mynd/ Ingvar Georgsson.

Þó nokkuð margar tilkynningar bárust til Neyðarlínu og lögreglu í dag vegna elds á Keflavíkurflugvelli. Engin hætta var á ferðum því um var að ræða æfingu slökkviliðsmanna.

Æfingin er einn hluti af mörgum sem slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Slökkviliði Keflavíkurflugvallar ganga í gegnum á atvinnumannanámskeiði sem er í fullum gangi þessa dagana. Jafnan þegar þetta er gert verður mikið um það að fólk úr Reykjanesbæ hringi í Neyðarlínuna eða lögregluna til að láta vita að eitthvað sé á seyði á flugvellinum og í dag var engin breyting þar á, samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Helga Jóhannssyni, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Meðfylgjandi mynd tók Ingvar Georgsson hjá Brunavörnum Suðurnesja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×