Lífið

Geimverur í efsta sætinu

Geimverumyndin fór beint í efsta sætið vestanhafs og sló í leiðinni GI Joe úr toppsætinu.
Geimverumyndin fór beint í efsta sætið vestanhafs og sló í leiðinni GI Joe úr toppsætinu.
Geimverumyndin District 9 fór beint í efsta sætið vestanhafs yfir vinsælustu myndir helgarinnar. Þetta góða gengi kom á óvart enda leikstýrði óþekktur leikstjóri myndinni og leikara­liðið er ekki skipað neinum stjörnum. Þess ber þó að geta að Peter Jackson, sem leikstýrði Lord of the Rings-þríleiknum, framleiddi myndina og átti þátt í markaðssetningu hennar. District 9 sló hasarmyndina GI Joe úr efsta sætinu. Í þriðja sæti á listanum er The Time Traveler"s Wife með Eric Bana í aðalhlutverki.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.