Innlent

Lithái í gæsluvarðhaldi: Vildi bara hitta nýfædda dóttur sína

Algis situr nú í gæsluvarðhaldi til 14.október.
Algis situr nú í gæsluvarðhaldi til 14.október.
Algis Rucinskas 27 ára gamall Lithái ætlaði að hitta nýfædda dóttur sína hér á landi þegar hann var handtekinn í Leifsstöð í vikunni. Með komu sinni rauf Algis endurkomubann sem hann var dæmdur í fyrir árás á lögreglumann á síðasta ári og situr nú í gæsluvarðhaldi. Átján ára gömul kærasta Algis segist vilja komast til Þýskalands með kærasta sínum og dóttur sem fyrst.

Algis var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í desember á síðasta ári en var sleppt á reynslulausn þegar hann átti fjörutíu daga óafplánaða. Honum var í kjölfarið vísað af landi brott og settur í fimm ára endurkomubuann sem hann hefur nú rofiið. Árás Algis á lögreglumanninn þótti fólskuleg, ógnvekjandi og brotavilji hans einbeittur.

„Hann vissi að hann mætti ekki koma hingað til lands, en hann tók áhættuna til þess að hitta dóttur okkar," segir hin pólska Magdalena sem er kærasta Algis og barnsmóðir.

Þau eignuðust stúlku fyrir um tveimur vikum að sögn Magdalenu en þau hugðust flytja til Þýsklands. Hún segist hafa ætlað að fljúga til Þýskalands að hitta Algis en hafi ekki fengið leyfi lækna. Því hafi Algis tekið áhættuna með því að koma hingað til lands til þess að ná í mæðgurnar.

„Hann ætlaði ekki að gera neitt slæmt heldur bara ná í okkur og svo ætluðum við að fara til Þýskalands."

Magdalena sem hefur verið hér á landi í tvö var að vinna á Subway áður en hún varð ólétt. Þau Algis kynntust fyrir um einu og hálfu ári en hún þurfti að vera heima við nánast alla meðgönguna.

Hún segist hafa reynt að útskýra mál þeirra Algis fyrir lögreglunni og meðal annars hafi lögmaður Algis gefið hérðasdómi skýrslu þar sem aðstæður þeirra voru útlistaðar. Engu að síður hafi hann veirð dæmdur í gæsluvarðhald til 14.október.

Magdalena segir ekki ljóst hvað gerist að þeim tíma liðnum. Annaðhvort verði hann dæmdur í fangelsi hér á landi eða sendur aftur til Litháen. Það eina sem þau vilji nú er að komast til Þýskalands sem allra fyrst, þar sem þau ætla að setjast að.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×