Strumparnir og Egó snúa aftur 3. október 2009 04:15 Blátt popp. Strumparnir koma með nýja plötu! Jólin og jólaplötuflóðið nálgast. Þótt margar stórkanónur eins og Bjöggi og Hjálmar hafi nú þegar gefið út sína diska er von á mörgum athyglisverðum útgáfum á næstu vikum og mánuðum. Á „hrunadaginn“ mikla, 6. október, gerast þau stórtíðindi að Egó mætir með nýja plötu, sem heitir einfaldlega 6. október. Lagið sem hóf endurkomu Egósins, „Kannski varð bylting vorið 2009“, er ekki á plötunni, ekki frekar en Þjóðhátíðarlagið. Öll hin nýju Ególögin eru hins vegar á sínum stað, auk fleiri nýrra, samtals tólf lög. „Mjög sterk plata“ er orðið á götunni. Friðrik Ómar og Jógvan eru saman skráðir fyrir plötunni Vinalög. Þar eru tíu vel þekkt íslensk lög sem Jógvan syngur á færeysku og tíu vel þekkt færeysk lög sem Friðrik Ómar syngur á íslensku. Þessi plata kemur út 12. október eins og önnur sólóplata Hafdísar Huld, Synchronised Swimmers. Seinna í mánuðinum kemur ný plata með Ellen Kristjánsdóttur, Draumey. Pétur Ben stýrði upptökum á plötunni. Helgi Björns kemur með plötuna Kampavín, en þar syngur hann lítt þekkta ameríska R&B-slagara við íslenska texta. Tregagás heitir ný plata með Ragnheiði Gröndal, sem er sjálfstætt framhald þjóðlagaplötu Röggu frá 2006. Í nóvember er von á nýrri sólóplötu frá Stefáni Hilmarssyni, sem nefnist Rökkur (söngvar um ástina og lífið), og fyrsta sólóplata Jóhanns G. Jóhannssonar í langan tíma kemur einnig í nóvember og heitir Á langri leið. Þá er ný Strumpa-plata væntanleg, þar sem bláu krílin syngja nýja íslenska slagara eins og „Bahama“ og „Þú komst við hjartað í mér“.Fullt af rokki6. október Egó snýr aftur 25 árum síðar með fjórðu plötuna.Verið er að fínpússa nýjustu plötu stórsveitarinnar Hjaltalín í þessum töluðum orðum. Platan er enn nafnlaus en ætti að koma út um miðjan nóvember. Þriðja plata Morðingjanna heitir Flóttinn mikli og á að koma út 10. nóvember. Rokksveitin Me, the Slumbering Napoleon kemur með plötu í fullri lengd um svipað leyti. Hún á að heita The Bloody Core of It All og eitt lagið heitir því áhugaverða nafni „I Wanna Know Things About Stuff“.Þriðja plata Kimono mun detta inn fyrir jól og heitir „Easy Music for Difficult People“. Seabear er nánast tilbúin með nýja plötu sem kemur þó ekki fyrr en eftir jól, en náfrændi Seabear, Sin Fang Bous, kemur að öllum líkindum með nýja plötu. Platan „Found Songs“ sem Ólafur Arnalds gerði á einni viku kemur út fyrir jól en Ólöf Arnalds bíður með sína plötu fram á næsta ár. Þá er Snorri Helgason úr Sprengjuhöllinni nánast tilbúinn með sína fyrstu plötu, en fyrsta lagið sem heyrðist af henni, „Freeze Out“, hefur verið að gera það gott. Lay Low gefur út Flatey, sem inniheldur lög frá ferlinum tekin upp á tónleikum í Flatey. Þá leiða þau Eberg og Rósa í Sometime saman hesta sína á heilli plötu undir nafninu Feldberg.Og enn meira rokk og popp!Lengi von á einum Jóhann G. Jóhannsson kemur með Á rangri leið í nóvember.Önnur plata Bloodgroup kemur út í nóvember. Þriðja plata Láru Rúnarsdóttir, Surprise, kemur út 13. október, sem og fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Sykur, Frábært eða frábært. Á plötunni syngja Katrína Mogensen úr Mammút og Rakel Mjöll Leifsdóttir og Erpur Eyvindarson rappar eitt lag. Helmingur plötunnar verður svo ósunginn. Kölskaútgáfa Barða í Bang Gang gefur út nýjar plötur með rokksveitunum Ourlives og Diktu. Þetta er fyrsta plata Ourlives en þriðja plata Diktu. Frá smámerkinu Brak eru væntanlegar plötur með proggsveitinni Caterpillar Man og safnplata með trúbadornum Insol. Þetta verða síðustu plötur Braks á árinu, en í desember verður öllum plötunum safnað saman í kassa.Talandi um kassa, þá er von á öllum fjórum plötum Hjálma á vínylplötum og verða þær seldar saman í kassa, en einnig hver í sínu lagi. Margrét Kristín Fabúla gefur út sólóplötuna sína In Your Skin og von er á nýrri plötu með Jóhanni Jóhannssyni Apparatmanni. Buffið tekur fyrir nokkur lög eftir Magnús Eiríksson á plötunni Reyndu aftur. Platan er væntanleg 10. október, sama dag og ævisaga Magnúsar, sem heitir líka Reyndu aftur, kemur út. Eflaust á mjög margt eftir að bætast við þessa upptalningu. Það er því alveg á hreinu að tónlistaráhugafólk kemst í feitt fyrir þessi jól eins og þau fyrri.drgunni@frettabladid.is Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Jólin og jólaplötuflóðið nálgast. Þótt margar stórkanónur eins og Bjöggi og Hjálmar hafi nú þegar gefið út sína diska er von á mörgum athyglisverðum útgáfum á næstu vikum og mánuðum. Á „hrunadaginn“ mikla, 6. október, gerast þau stórtíðindi að Egó mætir með nýja plötu, sem heitir einfaldlega 6. október. Lagið sem hóf endurkomu Egósins, „Kannski varð bylting vorið 2009“, er ekki á plötunni, ekki frekar en Þjóðhátíðarlagið. Öll hin nýju Ególögin eru hins vegar á sínum stað, auk fleiri nýrra, samtals tólf lög. „Mjög sterk plata“ er orðið á götunni. Friðrik Ómar og Jógvan eru saman skráðir fyrir plötunni Vinalög. Þar eru tíu vel þekkt íslensk lög sem Jógvan syngur á færeysku og tíu vel þekkt færeysk lög sem Friðrik Ómar syngur á íslensku. Þessi plata kemur út 12. október eins og önnur sólóplata Hafdísar Huld, Synchronised Swimmers. Seinna í mánuðinum kemur ný plata með Ellen Kristjánsdóttur, Draumey. Pétur Ben stýrði upptökum á plötunni. Helgi Björns kemur með plötuna Kampavín, en þar syngur hann lítt þekkta ameríska R&B-slagara við íslenska texta. Tregagás heitir ný plata með Ragnheiði Gröndal, sem er sjálfstætt framhald þjóðlagaplötu Röggu frá 2006. Í nóvember er von á nýrri sólóplötu frá Stefáni Hilmarssyni, sem nefnist Rökkur (söngvar um ástina og lífið), og fyrsta sólóplata Jóhanns G. Jóhannssonar í langan tíma kemur einnig í nóvember og heitir Á langri leið. Þá er ný Strumpa-plata væntanleg, þar sem bláu krílin syngja nýja íslenska slagara eins og „Bahama“ og „Þú komst við hjartað í mér“.Fullt af rokki6. október Egó snýr aftur 25 árum síðar með fjórðu plötuna.Verið er að fínpússa nýjustu plötu stórsveitarinnar Hjaltalín í þessum töluðum orðum. Platan er enn nafnlaus en ætti að koma út um miðjan nóvember. Þriðja plata Morðingjanna heitir Flóttinn mikli og á að koma út 10. nóvember. Rokksveitin Me, the Slumbering Napoleon kemur með plötu í fullri lengd um svipað leyti. Hún á að heita The Bloody Core of It All og eitt lagið heitir því áhugaverða nafni „I Wanna Know Things About Stuff“.Þriðja plata Kimono mun detta inn fyrir jól og heitir „Easy Music for Difficult People“. Seabear er nánast tilbúin með nýja plötu sem kemur þó ekki fyrr en eftir jól, en náfrændi Seabear, Sin Fang Bous, kemur að öllum líkindum með nýja plötu. Platan „Found Songs“ sem Ólafur Arnalds gerði á einni viku kemur út fyrir jól en Ólöf Arnalds bíður með sína plötu fram á næsta ár. Þá er Snorri Helgason úr Sprengjuhöllinni nánast tilbúinn með sína fyrstu plötu, en fyrsta lagið sem heyrðist af henni, „Freeze Out“, hefur verið að gera það gott. Lay Low gefur út Flatey, sem inniheldur lög frá ferlinum tekin upp á tónleikum í Flatey. Þá leiða þau Eberg og Rósa í Sometime saman hesta sína á heilli plötu undir nafninu Feldberg.Og enn meira rokk og popp!Lengi von á einum Jóhann G. Jóhannsson kemur með Á rangri leið í nóvember.Önnur plata Bloodgroup kemur út í nóvember. Þriðja plata Láru Rúnarsdóttir, Surprise, kemur út 13. október, sem og fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Sykur, Frábært eða frábært. Á plötunni syngja Katrína Mogensen úr Mammút og Rakel Mjöll Leifsdóttir og Erpur Eyvindarson rappar eitt lag. Helmingur plötunnar verður svo ósunginn. Kölskaútgáfa Barða í Bang Gang gefur út nýjar plötur með rokksveitunum Ourlives og Diktu. Þetta er fyrsta plata Ourlives en þriðja plata Diktu. Frá smámerkinu Brak eru væntanlegar plötur með proggsveitinni Caterpillar Man og safnplata með trúbadornum Insol. Þetta verða síðustu plötur Braks á árinu, en í desember verður öllum plötunum safnað saman í kassa.Talandi um kassa, þá er von á öllum fjórum plötum Hjálma á vínylplötum og verða þær seldar saman í kassa, en einnig hver í sínu lagi. Margrét Kristín Fabúla gefur út sólóplötuna sína In Your Skin og von er á nýrri plötu með Jóhanni Jóhannssyni Apparatmanni. Buffið tekur fyrir nokkur lög eftir Magnús Eiríksson á plötunni Reyndu aftur. Platan er væntanleg 10. október, sama dag og ævisaga Magnúsar, sem heitir líka Reyndu aftur, kemur út. Eflaust á mjög margt eftir að bætast við þessa upptalningu. Það er því alveg á hreinu að tónlistaráhugafólk kemst í feitt fyrir þessi jól eins og þau fyrri.drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira