Lífið

Nýjum sjónvarpsþætti fagnað

Silja Hauksdóttir leikstýrir Ástríði en Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverkið.Fréttablaðið/Anton
Silja Hauksdóttir leikstýrir Ástríði en Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverkið.Fréttablaðið/Anton

Aðstandendur sjónvarpsþáttaraðarinnar Ástríðar fögnuðu frumsýningu á skemmtistaðnum Barböru við Laugaveg 22.

Þættirnir eru sýndir á Stöð 2 og fór fyrsti þátturinn í loftið á miðvikudagskvöld en mörgum af þekktustu gamanleikurum þjóðarinnar bregður fyrir í þeim. Þættirnir segja frá Ástríði sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki í Reykjavík þegar góðærið stendur sem hæst. Þættirnir eru sagðir vera í róman-tískum dúr en þeir fjalla um áðurnefnda Ástríði sem gengur betur að finna þann ranga í lífi sínu en þann rétta.

Ilmur Kristjánsdóttir leikur aðalhlutverkið í þáttunum en meðal annarra sem koma við sögu í þeim má nefna Hilmi Snæ Guðnason, Friðrik Friðriksson, Margréti Vilhjálmsdóttur og Þóri Sæmundsson, ungan leikara sem nam sín fræði í Noregi. Leikstjóri er Silja Hauksdóttir en handritshöfundur Íslands, Sigurjón Kjartansson, hafði yfirumsjón með gerð handritsins og naut þar dyggrar aðstoðar þeirra Silju og Ilmar auk Kötlu Maríu Þorgeirsdóttur. - fgg

Stjarnan og mennirnir á bak við tjöldin Sjónvarpstjórinn Pálmi Guðmundsson ásamt sinni hægri hönd, Skarphéðni Guðmundssyni dagskrárstjóra og stjörnu þáttanna, Ilmi Kristjánsdóttur.
Nýstirni Þóra Karítas leikur eitt aðalhlutverkanna í Ástríði ásamt Þóri Sæmundssyni (t.v.). Með þeim er Sigurður Guðjónsson.


Sátt Kjartan Guðjónsson, Harpa Elísa og Friðrik Friðriksson voru að sjálfsögðu kampakát í frumsýningapartíi Ástríðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.