Fjölgun opinberra listamanna um 33% Haukur Þór Hauksson skrifar 9. mars 2009 06:00 Almenningur á Íslandi hefur beðið lengi eftir tillögum minnihlutastjórnar vinstri flokkanna um aðgerðir í atvinnumálum. Á meðan þúsundir manna hafa misst vinnuna í hverjum mánuði að undanförnu hefur dýmætur tími farið í að segja upp tilteknum manni í Seðlabanka Íslands, pælingar um stjórnlagaþing og aðferðir við skipun dómara svo dæmi séu tekin. Þann tíma hefði heldur átt að nýta til að bregðast við því neyðarástandi sem hefur skapast í íslenskum atvinnumálum. Vinsældapólitík í stað varanlegra lausna Gott og vel, tillögurnar eru loksins komnar og ýmislegt gott er að finna í þeim. Ég tel reyndar að í tillögum ríkisstjórnar sé horft til of skamms tíma. Leggja hefði átt meiri áherslu á að vernda mikilvægt störf sem nú þegar eru til staðar, auka fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, styrkja iðnmenntun og háskólana, en fyrst og fremst lækka álögur á fyrirtæki nú í versta storminum. Með því að lækka skatta og gjöld þá verða fyrirtækin frekar í stakk búin til að lifa af, eflast og ráða nýtt starfsfólk til framtíðar. Ein var sú tillaga minnihlutastjórnarinnar sem vakti sérstaka undrun mína. Menntamálaráðherra ákvað að fjölga fólki á listamannalaunum um 33%! Starfslaun listamanna eru kr. 267.000 á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur. Á þessum tímum þegar ríkið hefur vart efni á að vernda þá sem minnst mega sín er ákveðið að fjölga listamönnum á framfæri hins opinbera.Virðing fyrir skattfé almennings lítil Að sögn menntamálaráðherra verður kostnaðurinn af þessum aðgerðum ekki vandamál þar sem þeim fylgja engin aukin ríkisútgjöld. Bendir ráðherrann í þessu sambandi á að hann hafi fundið ónýttar fjárheimildir innan ráðuneytisins. Það viðhorf sem þarna birtist til fjármuna almennings er óásættanlegt. Ráðherrann virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að nýta einfaldlega ekki umræddar fjárheimildir og gefa þess í stað skattgreiðendum, þ.e. fjölskyldunum í landinu, sjálfum kost á að ráðstafa peningunum. Ráðherrann virðist líta á að með því væru fjármunirnir að fara forgörðum. Peningarnir eru því settir til listamanna á ríkisstyrkjum á sama tíma og fjölskyldurnar í landinu þurfa að hafa sig allar við til þess að láta enda ná saman. Beinn styrkur til listamanna óháð tekjum og efnahag Látum liggja á milli hluta hvort það sé hlutverk hins opinbera að greiða starfandi listamönnum föst laun eða ekki. Hvað sem því líður hljótum við að geta sammælst um að á tímum sem þessum eigi aðeins að ráðstafa opinberum fjármunum til nauðsynlegra verkefna. Öfugt við örorkubætur og aðrar bætur almannatrygginga, sem skerðast hafi bótaþeginn aðrar tekjur, eru starfslaunin beinn styrkur til listamanna sem sumir hverjir eru með ágætar tekjur fyrir og hafa þegar komið sér rækilega á framfæri hérlendis sem og erlendis. Slíka fjármuni á að nýta í þágu þeirra sem eru í sárri neyð, svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gagnrýnir fjölgun listamannalauna „Starfslaun listamanna eru 267 þúsund krónur á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur,“ segir Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur og prófkjörsframbjóðandi. 9. mars 2009 09:30 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur beðið lengi eftir tillögum minnihlutastjórnar vinstri flokkanna um aðgerðir í atvinnumálum. Á meðan þúsundir manna hafa misst vinnuna í hverjum mánuði að undanförnu hefur dýmætur tími farið í að segja upp tilteknum manni í Seðlabanka Íslands, pælingar um stjórnlagaþing og aðferðir við skipun dómara svo dæmi séu tekin. Þann tíma hefði heldur átt að nýta til að bregðast við því neyðarástandi sem hefur skapast í íslenskum atvinnumálum. Vinsældapólitík í stað varanlegra lausna Gott og vel, tillögurnar eru loksins komnar og ýmislegt gott er að finna í þeim. Ég tel reyndar að í tillögum ríkisstjórnar sé horft til of skamms tíma. Leggja hefði átt meiri áherslu á að vernda mikilvægt störf sem nú þegar eru til staðar, auka fjárframlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna, styrkja iðnmenntun og háskólana, en fyrst og fremst lækka álögur á fyrirtæki nú í versta storminum. Með því að lækka skatta og gjöld þá verða fyrirtækin frekar í stakk búin til að lifa af, eflast og ráða nýtt starfsfólk til framtíðar. Ein var sú tillaga minnihlutastjórnarinnar sem vakti sérstaka undrun mína. Menntamálaráðherra ákvað að fjölga fólki á listamannalaunum um 33%! Starfslaun listamanna eru kr. 267.000 á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur. Á þessum tímum þegar ríkið hefur vart efni á að vernda þá sem minnst mega sín er ákveðið að fjölga listamönnum á framfæri hins opinbera.Virðing fyrir skattfé almennings lítil Að sögn menntamálaráðherra verður kostnaðurinn af þessum aðgerðum ekki vandamál þar sem þeim fylgja engin aukin ríkisútgjöld. Bendir ráðherrann í þessu sambandi á að hann hafi fundið ónýttar fjárheimildir innan ráðuneytisins. Það viðhorf sem þarna birtist til fjármuna almennings er óásættanlegt. Ráðherrann virðist ekki gera ráð fyrir þeim möguleika að nýta einfaldlega ekki umræddar fjárheimildir og gefa þess í stað skattgreiðendum, þ.e. fjölskyldunum í landinu, sjálfum kost á að ráðstafa peningunum. Ráðherrann virðist líta á að með því væru fjármunirnir að fara forgörðum. Peningarnir eru því settir til listamanna á ríkisstyrkjum á sama tíma og fjölskyldurnar í landinu þurfa að hafa sig allar við til þess að láta enda ná saman. Beinn styrkur til listamanna óháð tekjum og efnahag Látum liggja á milli hluta hvort það sé hlutverk hins opinbera að greiða starfandi listamönnum föst laun eða ekki. Hvað sem því líður hljótum við að geta sammælst um að á tímum sem þessum eigi aðeins að ráðstafa opinberum fjármunum til nauðsynlegra verkefna. Öfugt við örorkubætur og aðrar bætur almannatrygginga, sem skerðast hafi bótaþeginn aðrar tekjur, eru starfslaunin beinn styrkur til listamanna sem sumir hverjir eru með ágætar tekjur fyrir og hafa þegar komið sér rækilega á framfæri hérlendis sem og erlendis. Slíka fjármuni á að nýta í þágu þeirra sem eru í sárri neyð, svo einfalt er það. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Gagnrýnir fjölgun listamannalauna „Starfslaun listamanna eru 267 þúsund krónur á mánuði eða um 80% hærri en grunnatvinnuleysisbætur,“ segir Haukur Þór Hauksson viðskiptafræðingur og prófkjörsframbjóðandi. 9. mars 2009 09:30
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun