Enski boltinn

Wenger: Sigur er besti undirbúningurinn fyrir United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic Photos/Getty Images

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að lið sitt hefði fengið fullkominn undirbúning fyrir leikinn gegn Man. Utd í Meistaradeildinni er liðið mætti Middlesbrough í dag og vann.

Arsenal svo gott sem búið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar og hefur ekki tapað síðustu 20 leikjum sínum í deildinni.

„Fyrsta takmarkið var að vinna leikinn og það er besti undirbúningurinn fyrir næsta leik," sagði Wenger en athygli vakti hversu sterku liði hann tefldi fram í leiknum.

„Í stöðunni 2-0 var kannski hægt að sjá á leikmönnum að þeir væru farnir að hugsa um leikinn í Meistaradeildinni en þetta var samt fínn leikur gegn fínu liði Boro sem lék á jákvæðan hátt. Við höfðum samt algjöra yfirburði í þessum leik. Spilamennskan og sendingarnar hreint frábærar. Mér fannst fyrra markið okkar sérstaklega glæsilegt," sagði Wenger kátur.

„Það leynir sér ekki að liðið nýtur þess að spila þann fótbolta sem við erum að spila þessa dagana. Það var betra að vinna í dag en að hvíla leikmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×