Lífið

Skátar leggja upp laupana

Hljómsveitin Skátar er hætt störfum eftir sex ára spilamennsku.
Hljómsveitin Skátar er hætt störfum eftir sex ára spilamennsku.

Kveðjutónleikar hljómsveitarinnar Skáta verða haldnir á Sódómu Reykjavík næstkomandi föstudag. Eftir sex ára starf hefur sveitin ákveðið að hætta störfum.

Ein af ástæðunum er sú að bassaleikarinn Björn Kolbeinsson er að flytjast búferlum til Genfar í Sviss þar sem hann ætlar að starfa hjá EFTA næstu þrjú árin. Skátar gáfu á ferli sínum út tvær stórar plötur, eina EP-plötu og eina smáskífu sem nefnist Goth báðum megin. Einnig spilaði sveitin víða, þar á meðal í Manchester og Wales. Á tónleikunum á föstudag koma einnig fram hljómsveitirnar Me, The Slumbering Napoleon, Reykjavík! og Sudden Weather Change. Stuðið hefst klukkan 21 og kostar 1.000 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.