Erlent

Pyntingafangelsum CIA lokað

Grunaðir hryðjuverkamenn á milli pyntinga.
Grunaðir hryðjuverkamenn á milli pyntinga.

Hinum hrollvekjandi leynifangelsum sem bandaríska ríkisstjórnin starfrækti víðsvegar um hin vanþróaða heim, hefur verið lokað, samkvæmt yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar.Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Þar segir Leon Panetta, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, að CIA haldi ekki lengur úti leynifangelsunum skuggafangelsum.

Fangelsin vöktu gríðarlega mikla athygli fjölmiðla fyrir nokkrum árum síðan þegar í ljós kom að grunaðir hryðjuverkamenn voru fluttir til ríkja þar sem pyntingar voru leyfðar. Þar var föngunum haldið og þeir látnir sæta gríðarlegum pyntingum. Mannréttindasamtök um allan heim mótmæltu tilvist fangelsanna.

Í fyrstu neituðu stjórnvöld tilvist þeirra en fjölmiðlar komu upp um þau að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×