Erlent

Maersk Alabama á leið til Kenýa

Richard Philip er í haldi sjóræningja, nú mannræningja.
Richard Philip er í haldi sjóræningja, nú mannræningja.

Bandaríska flutningaskipið Maersk Alabama er nú á leiðinni til Kenýa eftir að sómölskum sjóræningjum mistókst að ná skipinu á sitt vald. Þeir tóku hinsvegar skipstjórann Richard Philips höndum, en samkvæmt fréttavef BBC þá bauðst hann til þess að fara með þeim gegn því að áhöfinin fengi að sigla áfram.

Núna eru sjóræningjarnir með hann í haldi á björgunarbát. Sá bátur er útbúinn til þess að vera á rúmsjó í viku. Bandaríska alríkislögreglan er kominn á vettvang og ætlar að freistast til þess að semja við sjóræningjana, nú mannræningjana.

Sérfræðingum líst ekki vel á það, þeir telja að mannræningjarnir muni koma fram með mjög ósanngjarnt lausnarfé fyrir skipstjórann banadaríska.

Yfirvöld bíða enn átekta í málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×