Innlent

Hlegið að kreppunni

Bergur Ebbi
Bergur Ebbi

Óhætt er að segja að kreppan sé fyrirferðarmikil á Listasafninu á Akureyri um þessar mundir. Málverkasýning undir yfirskriftinni Kreppumálararnir verður opnuð í dag þar sem sýnd verða verk eftir Jón Engilberts, Þorvald Skúlason og fleiri þjóðþekkta málara.

Um kvöldið munu síðan nafntogaðir skemmtikraftar beina spjótum sínum að kreppunni á uppistandi í boði safnsins. „Auðvitað er mjög óvenjulegt að listasafn standi fyrir uppákomu sem þessari. En við lifum líka á óvenjulegum tímum þar sem örvænting ræður ríkjum og því er nauðsynlegt að vega upp á móti ástandinu," segir Bergur Ebbi Benediktsson, einn þeirra sem troða upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×