Lögreglunni á Hvolsvelli hefur borist kæra vegna nauðgunar sem átti sér stað á Kirkjubæjarklaustri snemma í morgun. Einn hefur verið handtekinn, en frumrannsókn á málinu stendur yfir.
Fórnarlambið var undir tvítugu og er hinn meinti gerandi á svipuðum aldri. Stúlkan leitaði til neyðarmóttöku nauðgana í kjölfar atviksins.
Einn handtekinn vegna nauðgunar á Kirkjubæjarklaustri
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
