Innlent

Harður árekstur á Akureyri

Farþegi slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri, þegar tveir bílar skullu saman á mótum Þórunnar- og Þingvallastrætis upp úr klukkan fjögur í nótt. Báðir ökumennirnir og einn farþegi til viðbótar sluppu ómeiddir en bílarnir eru mikið skemmdir. Ökumaður annars bílsins er 17 ára og því nýkominn með ökuréttindi. Umferðarljós eru á gatnamótunum og er nú verið að kanna hvor ók gegn rauðu ljósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×