Innlent

Ólafur spyr um veiðiferðir borgarfulltrúa

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ólafur F. Magnússon óskar þess á fundi borgarráðs í dag, að fá svör við því hverjir borgarfulltrúa hefðu þegið boð um veiði í Elliðaánum á kjörtímabilinu. Þá spyr hann einnig um kostnað vegna laxveiðinnar, enn fremur um boðsferðir borgarfulltrúa í leikhús og fleira. Meðal þess sem Ólafur vill að komi fram í dagsljósið er hversu mikið borgarfulltrúarnir þyrftu annars að greiða úr eigin vasa fyrir þessi hlunnindi.

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi vinstri grænna, hefur lagt það til að hætt verði að bjóða borgarfulltrúum og öðrum á vegum borgarinnar í lax. Þetta séu forréttindi hinna hæst launuðu í borgarkerfinu sem þurfi að afnema.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×