Lífið

Djöflar helvítis og ræningjar

Álög Lamiu eru lögð á unga konu fyrir græðgi í kvikmynd Raimi, Drag Me to Hell.
Álög Lamiu eru lögð á unga konu fyrir græðgi í kvikmynd Raimi, Drag Me to Hell.

Spennan er allsráðandi í bíóhúsum um helgina, en Drag Me to Hell og The Taking of Pelham 123 voru frumsýndar í gær. Frumkvöðull hryllingsmynda með gamansömu ívafi, Sam Raimi, leikstjóri Evil Dead, snýr aftur eftir langt hlé frá hryllingnum með Drag Me to Hell.

Myndin segir frá ungri stúlku sem vinnur í banka. Dag einn kemur til hennar gömul kona og biður um lán til bjargar húsi sínu, en stúlkan neitar til að ganga í augun á yfirmanni sínum. Leggur gamla konan við þetta á hana bölvun og kallar á djöfulinn Lamiu sem reynir að draga hana niður til helvítis næstu tvo daga. Í aðalhlutverkum eru Alison Lohman og Justin Long. „Uppáhaldið mitt við hryllingsmyndir er þegar áhorfendur öskra saman og hlæja saman,“ er haft eftir Raimi á Times online. Það virðist ganga ágætlega ef marka má dóma. IMDB: 7,8 af 10. Rotten Tomatoes: 92 prósent, fersk.

Úr smiðju leikstjórans Tonys Scott kemur svo spennumyndin The Taking of Pelham 123, endur­gerð myndarinnar frá 1974 sem Joseph Sargent leikstýrði. John Travolta leikur Ryder, mann sem fer fyrir hópi ræningja sem taka yfir neðan­jarðarlest í New York og krefjast lausnargjalds fyrir gíslana. Það kemur í hlut starfsmannsins Walters, leikins af Denzel Washington, að tala um fyrir geðsjúklingnum og bjarga málunum. IMDB: 6,8 af 10. Rotten Tomatoes: 51 prósent, fersk. - kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.