Erlent

Hart deilt um lífsbjörg blaðamanns

Blaðamaðurinn Stephen Farrel hefur tvívegis sloppið úr klóm hryðjuverkamanna. Annað skiptið með hjálp bresku leyniþjónustunnar.
Blaðamaðurinn Stephen Farrel hefur tvívegis sloppið úr klóm hryðjuverkamanna. Annað skiptið með hjálp bresku leyniþjónustunnar.

Bresk yfirvöld hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að bjarga lífi breska blaðamannsins Stephen Farrel sem var í haldi talibana í Afganistan. Bresk sérsveit seig úr þyrlu og frelsað Stephen og aðra gísla með vopnavaldi. Til skotbardaga kom og lést einn af bresku hermönnunum auk afgansks blaðamanns en hann var einnig túlkur Farrels.

Nú er hinsvegar komið í ljós að mögulegt var að semja um lausn gíslanna við Talibana og slíkt ferli hafi í raun verið komið í farveg.

Haft er eftir vestrænum diplómata í the Daily Telegraph að leiðtogi hópsins sem handsamaði blaðamanninn hafi verið Mullah Salam. Diplómatinn bætir svo við að hann hafi verið félítill og tilbúinn að skipta á gíslunum og peningum.

Sami diplómati segir að skyndilega hafi breska leyniþjónustan, MI6, ákveðið að ráðast inn á svæðið án þess að hafa nokkra vitneskju um staðarhætti eða raunverulega burði talibananna sem kostaði hermanninn og saklausa borgara lífið.

Bretar syrgja hermanninn sem hefur verið lofaður sem hetja í öllum þarlendum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×