Innlent

Sóknarfærin eru gríðarleg

í eldingu Robbie Marsland, yfirmaður Alþjóðadýraverndunar-sjóðsins, kynnir niðurstöðu skýrslunnar á blaðamannafundi um borð í Eldingu í gær.fréttablaðið/gva
í eldingu Robbie Marsland, yfirmaður Alþjóðadýraverndunar-sjóðsins, kynnir niðurstöðu skýrslunnar á blaðamannafundi um borð í Eldingu í gær.fréttablaðið/gva

Velta vegna hvalaskoðunar í heimin-um hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu tíu árum. Árið 1998 fóru 9 milljónir ferðamanna í 87 löndum í hvalaskoðun og var heildarveltan um 127 milljarðar íslenskra króna. Tíu árum síðar, árið 2008, fóru 13 milljónir manna í hvalaskoðun í 119 löndum og var heildarveltan um 267 milljarðar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðadýraverndunarsjóðsins (IFAW) sem kynnt var á blaðamannafundi um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldingu í gær.

Robbie Marsland, yfirmaður Alþjóðadýraverndunarsjóðsins í London, segir að skýrslan leiði í ljós ábata strandsvæða af mjög aukinni ásókn í hvalaskoðun.

„IFAW styður ábyrga hvalaskoðun sem mannúðlega, sjálfbæra og efnahagslega jákvæða nýtingu á hvalastofnum,“ segir Robbie.

Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, segir að skýrslan sýni að enn eru gríðarlega mikil sóknarfæri á Íslandi í hvalaskoðun að því gefnu að réttar pólitískar ákvarðanir verði teknir sem styðji við greinina en skaði hana ekki.

Fjöldi hvalaskoðara hefur tvöfaldast í Evrópu síðastliðinn áratug og veltir greinin þar um 12,7 milljörðum íslenskra króna. Fjöldi hvalaskoðara í Asíu hefur hins vegar fimmfaldast á síðustu tíu árum.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×