Erlent

Farrah Fawcett látin

Farrah Fawcet
Farrah Fawcet

Leikkonan Farrah Fawcett lést í Los Angeles í gær 62 ára að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein frá árinu 2006. Hún sló í gegn á áttunda áratugnum í þáttunum Charlie's Angels.

Farrah var í sambandi með leikaranum og ógæfumanninum Ryan O'Neal, sem meðal annars lék í „vasaklútamyndinni" Love Story. Ryan sagði í gær að þrátt fyrir erfiða tíma fyrir fjölskylduna og vini hennar þá þökkuðu þau fyrir þann tíma sem þau áttu með henni.

Snemma árs var sjónvarpsheimildarmynd frumsýnd um baráttu Fawcett við sjúkdóm hennar, sem hét Farrah's story.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×