Erlent

Kommúnistar sigruðu

Sovétarfleifð Kommúnistar fara með völd í þessu fátækasta landi Evrópu. 
fréttablaðið/AP
Sovétarfleifð Kommúnistar fara með völd í þessu fátækasta landi Evrópu. fréttablaðið/AP

Kommúnistaflokkurinn í Moldóvu, sem heldur þar um stjórntaumana, fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag, samkvæmt opinberum úrslitum sem tilkynnt voru í gær.

Kommúnistar fengu samkvæmt því 49,9 prósent greiddra atkvæða. Framámenn flokksins segja að hann styðji nánari tengsl bæði við Rússland og Evrópu.

Tveir stjórnarandstöðuflokkar, sem báðir beita sér fyrir nánari tengslum í vestur, fengu samtals um 35 prósent atkvæða.

Meirihluti Moldóvubúa er rúmenskur að uppruna, en frá því að landsvæðið var innlimað í Sovétríkin árið 1940 hefur það verið í nánum tengslum við Rússland. - aa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×