Erlent

Neyðarástand í New York vegna svínaflensu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
David Patterson.
David Patterson. MYND/Getty Images

David Paterson, ríkisstjóri New York, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna svínaflensufaraldursins. Í New York-borg einni saman hafa 800.000 manns greinst með flensuna síðan hennar varð fyrst vart í vor. Meðal annars víkur yfirlýsing ríkisstjórans tímabundið til hliðar lögum sem banna heilbrigðisstarfsfólki, sem ekki hefur viss starfsréttindi, að bólusetja almenning við sjúkdómum á borð við svínaflensu. Paterson leggur áherslu á að yfirlýsingin eigi alls ekki að valda skelfingu heldur auðvelda skjótar og árangursríkar aðgerðir í baráttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×