Lífið

Viðskiptavinirnir hjálpuðu

Lúxus heilsumiðstöð Sigga Dóra opnar 400 fermetra lúxus heilsumiðstöð á Stórhöfða 17 milli klukkan 17 og 19 í dag, en þar verður boðið upp á fjölbreytta líkamsrækt og dekur.Fréttablaðið/GVA
Lúxus heilsumiðstöð Sigga Dóra opnar 400 fermetra lúxus heilsumiðstöð á Stórhöfða 17 milli klukkan 17 og 19 í dag, en þar verður boðið upp á fjölbreytta líkamsrækt og dekur.Fréttablaðið/GVA

Sigríður Halldóra Matthíasdóttir líkamsræktarþjálfari, eða Sigga Dóra, er hvergi smeyk við kreppuna heldur opnar í dag 400 fermetra líkamsræktar- og lúxus heilsumiðstöð.

„Ég er alveg ósmeyk við þetta,“ segir Sigríður Halldóra Matthíasdóttir líkamsræktarþjálfari, eða Sigga Dóra, sem opnar í dag 400 fermetra líkamsræktar- og lúxus heilsumiðstöð á Stórhöfða 17. Sigga Dóra er engin nýgræðingur þegar kemur að heilsurækt því hún hefur kennt í Veggsport og Varma í Mosfellsbæ um árabil, auk þess sem hún heldur regulega lífstílsnámskeið fyrir smærri hópa á Flórída.„Nú er ég að láta drauminn rætast og opna líkamsræktarstöð með glæsilegri dekurstofu á efri hæðinni. Þar verður meðal annars gufubað, nuddarar og höfuðbeina- og spjaldrhyggsmeðferð.Sjálf verð ég áfram með Líkama og sál námskeið og svo verða allskyns nýjungar, svo sem danskennsla, jóga og jafnvel spákonur. Allt sem snýr að heilsu og dekri,“ segir Sigga Dóra sem var önnum kafin við að leggja lokahönd á húsnæðið fyrir opnunina þegar blaðamaður náði tali af henni.

„Fasteignabransinn var hérna til húsa árið 2007, en nú er gaman að sjá þetta húsnæði vera nota fyrir dekur og til að fá fólk til að hugsa um heilsuna,“ bætir hún við.

En er ekki erfitt að opna nýja heilsuræktarstöð í kreppunni? „Það hefur verið vaxandi aðsókn í líkamsræktina hjá mér og mér finnst fólk vera að sækja meira í að fá líkamann og andlegu heilsuna í lag. Ég er ekki fjárhagslega vel stödd, en ég er svo heppin að ég hef marga kúnna sem hafa verið hjá mér til margra ára og þar á meðal eru arkitekt, smiður, rafvirki og pípari. Þeir lögðu fram sína vinnu og hvöttu mig til að taka sénsinn,“ segir Sigga Dóra. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.