Innlent

Frambjóðandi segir tilkynningar VR villandi

Kristinn Örn Jóhannesson, formannsframbjóðandi í VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formannsframbjóðandi í VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formannsframbjóðandi í VR, harmar vinnubrögð núverandi formanns og trúnaðarmanna sem hann segir að sendi frá sér tilkynningar um gölluð mótframboð sem erfitt sé að skilja.

,,Ég harma þau vinnubrögð formanns VR og trúnaðarmanna að senda frá sér upplýsingar um „gölluð" mótframboð gegn listum samþykktum á Nýársfundi með þeim hætti að illgreinanlegt, ef ekki ómögulegt að greina um hvaða framboð er að ræða," segir Kristinn og bætir við að engar athugasemdir hafi verið gerðar við lögmæti síns framboðs.

,,Svo virðist sem tilkynningar VR séu viljandi settar fram með þeim hætti að þær kasti rýrð á öll framboð sem fram hafa komið. Eru slík vinnubrögð í senn ódrengileg, óheiðarleg og þeim sem að standa til mikillar minnkunar. Hvaða heilindi standa að baki slíklum vinnubrögðum."


Tengdar fréttir

Fá frest til að leggja fram fullgildan framboðslista

Lúðvík Lúðvíksson frambjóðandi til formanns VR og 82 félagsmenn sem gáfu kost á sér í trúnaðarráð VR frá frest til þriðjudags til að lagfæra ágalla og leggja fram fullgildan framboðslista. Þetta kemur fram í úrskurði kjörstjórnar. Trúnaðarráð VR unir niðurstöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×