Innlent

Fá frest til að leggja fram fullgildan framboðslista

Lúðvík Lúðvíksson formannsframbjóðandi í VR.
Lúðvík Lúðvíksson formannsframbjóðandi í VR.
Lúðvík Lúðvíksson frambjóðandi til formanns VR og 82 félagsmenn sem gáfu kost á sér í trúnaðarráð VR frá frest til þriðjudags til að lagfæra ágalla og leggja fram fullgildan framboðslista. Þetta kemur fram í úrskurði kjörstjórnar. Trúnaðarráð VR unir niðurstöðunni.

Með þessu telur trúnaðarráðið að verið sé að öðru sinni að ganga eins langt og mögulegt er að koma til móts við mótframboðið, að fram kemur í tilkynningu trúnaðarráðs VR.

Gunnar Páll Pálsson núverandi formaður VR sækist eftir endurkjöri.

Kristinn Örn Jóhannesson og Lúðvík Lúðvíksson hafa einnig gefið kosti á sér sem formaður VR. Auk þess gefa kost á sér í stjórn og 82 félagsmenn í trúnaðarráð.

Kjörstjórn VR fjallaði um álitaefni sem komu upp vegna nýlegrar framlagningar lista fjögurra stjórnarmanna og 82 trúnaðarráðsmanna við kjör til trúnaðarstarfa. Í niðurstöðu kjörstjórnar er framboðinu gefinn frestur fram á hádegi þriðjudaginn 17. febrúar til að lagfæra þá ágalla sem á framboðinu eru.

,,Það felur í sér að fyrir þann tíma verði lagður fram fullgildur framboðslisti með 4 kjörgengum frambjóðendum til stjórnar, 82 kjörgengum frambjóðendum til trúnaðarráðs, sem samtals 300 meðmælendur samþykkja," segir í tilkynningu kjörstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×