Grunaðir mansalsmenn neita allir 21. október 2009 06:00 Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. Málið upphófst á fimmtudag í síðustu viku þegar lögreglan lýsti eftir nítján ára litháískri stúlku sem talin er fórnarlamb mansals. Næstu dagana þar á eftir voru fimm Litháar handteknir og sitja þeir nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út síðdegis í dag. „Það hefur enginn játað þær sakir sem á þá eru bornar," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn málsins. Alda segir að umfang rannsóknarinnar sé enn að vaxa. „Við erum að skoða allt sem kann að tengjast ætluðu mansali og allri annarri skipulagðri glæpastarfsemi og samskiptum og samkiptaformum við þessa menn sem við erum þegar með í gæsluvarðhaldi," segir hún. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins telur lögreglan sig komna á slóð skipulagðs mansalshrings. Íslendingarnir sem handteknir voru í gær eru á fertugs- og fimmtugsaldri og munu ekki vera þekktir afbrotamenn. Húsleit var gerð á heimilum þeirra allra á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að auki var leitað í fyrirtækjum og öðru húsnæði. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld. Lagt var hald á bókhaldsgögn, skjöl og aðra muni. Yfirheyrslur yfir Íslendingunum fimm stóðu fram á kvöld. Ákveða á í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim og framlengingar á varðhaldi Litháanna fimm. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þeir meðal annars grunaðir um afbrot tengd fíkniefnum, handrukkunum og annað ofbeldi. Við aðgerðirnar í gær naut lögreglan á Suðurnesjum aðstoðar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og í Stykkishólmi og Ríkislögreglustjóra. Stúlkan frá Litháen mun enn vera undir verndarvæng lögreglunnar hér á landi. - gar Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. Málið upphófst á fimmtudag í síðustu viku þegar lögreglan lýsti eftir nítján ára litháískri stúlku sem talin er fórnarlamb mansals. Næstu dagana þar á eftir voru fimm Litháar handteknir og sitja þeir nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út síðdegis í dag. „Það hefur enginn játað þær sakir sem á þá eru bornar," segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn málsins. Alda segir að umfang rannsóknarinnar sé enn að vaxa. „Við erum að skoða allt sem kann að tengjast ætluðu mansali og allri annarri skipulagðri glæpastarfsemi og samskiptum og samkiptaformum við þessa menn sem við erum þegar með í gæsluvarðhaldi," segir hún. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins telur lögreglan sig komna á slóð skipulagðs mansalshrings. Íslendingarnir sem handteknir voru í gær eru á fertugs- og fimmtugsaldri og munu ekki vera þekktir afbrotamenn. Húsleit var gerð á heimilum þeirra allra á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að auki var leitað í fyrirtækjum og öðru húsnæði. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld. Lagt var hald á bókhaldsgögn, skjöl og aðra muni. Yfirheyrslur yfir Íslendingunum fimm stóðu fram á kvöld. Ákveða á í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir þeim og framlengingar á varðhaldi Litháanna fimm. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þeir meðal annars grunaðir um afbrot tengd fíkniefnum, handrukkunum og annað ofbeldi. Við aðgerðirnar í gær naut lögreglan á Suðurnesjum aðstoðar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og í Stykkishólmi og Ríkislögreglustjóra. Stúlkan frá Litháen mun enn vera undir verndarvæng lögreglunnar hér á landi. - gar
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira