Fjárreiðustjóri Ísfélagins ósammála stjórnarformanninum 5. mars 2009 17:53 Mennirnir voru reknir frá Ísfélagi Vestmannaeyja sem er útgerðarfyrirtæki. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Baldvin Johnsen fjárrreiðustjóri Ísfélags Vestmannaeyja segist vera ósammála þeim orðum stjórnarformanns fyrirtækisins að hann hafi farið út fyrir heimildir félagsins eða vanrækt upplýsingagjöf til stjórnar. Baldvin og Ægi Pál Friðbertssyni, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, var sagt upp störfum fyrr í vikunni vegna taps félagsins af afleiðusamningum. Yfirlýsing Baldvins vegna brottvikningarinnar er svohljóðandi. „Í kjölfar frétta og ummæla stjórnarformanns Ísfélags Vestmannaeyja Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar um starfslok min hjá félaginu vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var ráðin til starfa hjá Ísfélagi Vestmannaeyja um áramótin 2005/2006 til þess meðal annars að sjá um sjóðsstreymisvarnir félagsins. Í starfslýsingu minni stendur orðrétt um þennan hluta starfs míns: „BJ heldur utan um sjóðsstreymisvarnir félagsins og kaup og sölu gjaldeyris í samráði við framkvæmdastjóra og fjármálastjóra. Starfsmaður skal leitast við að miða þessa vinnu við að verið sé að minnka gjaldeyrisáhættu félagsins og að hún sé í samræmi við stefnu félagsins í þeim málum" Í samræmi við ofangreinda starfslýsingu voru allir samningar varðandi gjaldeyrisvarnir félagsins gerðir með vitund og samþykki framkvæmdastjóra og/eða fjármálastjóra. Frumkvæði að gerð samninga var ýmist mitt, fjármálastjóra eða framkvæmdastjóra. Í starfi mínu fyrir Ísfélagið var ég ekki prókúruhafi fyrir félagið. Stefna félagsins varðandi sjóðsstreymisvarnir var ekki til þegar ég hóf störf þrátt fyrir að samningar vegna slíkra varna hafi lengi tíðkast hjá félaginu fyrir mína tíð. Ég útbjó drög að stefnu félagsins í þessum málum og kom þeim drögum til framkvæmdastjóra til frekari afgreiðslu fyrir stjórn félagsins. Mér vitanlega markaði stjórn félagsins enga stefnu í þessum málum á þeim tima sem ég starfaði hjá félaginu. Af ofangreindu er ljóst að ég hafði ekki endanlegt ákvörðunartökuvald þegar kom að gerð þessara samninga og ég get þess vegna ekki hafa farið fram yfir neinar heimildir í þeim efnum eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Í starfi mínum hjá Ísfélaginu hafði ég aldrei bein samskipti við stjórn. Ég sat aldrei stjórnarfund hjá Ísfélagi Vestmannaeyja þann tíma sem ég starfaði hjá félaginu. Mér er þar af leiðandi ekki kunnugt um hvaða mál voru tekin fyrir á stjórnarfundum. Upplýsingagjöf til stjórnar var hlutverk næstu yfirmanna, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra sem báðir sátu stjórnarfundi. Þess ber að geta að staða gjaldeyris- og afleiðusamninga kemur fram í endurskoðuðum árshluta- og ársreikningum félagsins í samræmi við hlutafélagalög. Hvað hugsanleg mistök í starfi varðar þá hef ég án efa gert sömu mistök og allir þeir sem treystu á að bankakerfið myndi starfa áfram í sömu mynd og það hafði gert á undanförnum árum. Ég axla þá ábyrgð með því að missa starfið en ég er ekki sammála þeim orðum Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar stjórnarformanns Ísfélagsins að ég hafi farið út fyrir heimildir félagsins eða vanrækt upplýsingagjöf til stjórnar og vísa ég um það til þess sem hér kemur fram að ofan. Ég kveð Ísfélagið með söknuði, þar eignaðist ég marga góða félaga og vill ég nota tækifærið til þess að þakka þvi frábæra fólki sem starfar hjá Ísfélaginu og gerir það að því öfluga félagi sem það er." Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Baldvin Johnsen fjárrreiðustjóri Ísfélags Vestmannaeyja segist vera ósammála þeim orðum stjórnarformanns fyrirtækisins að hann hafi farið út fyrir heimildir félagsins eða vanrækt upplýsingagjöf til stjórnar. Baldvin og Ægi Pál Friðbertssyni, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, var sagt upp störfum fyrr í vikunni vegna taps félagsins af afleiðusamningum. Yfirlýsing Baldvins vegna brottvikningarinnar er svohljóðandi. „Í kjölfar frétta og ummæla stjórnarformanns Ísfélags Vestmannaeyja Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar um starfslok min hjá félaginu vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Ég var ráðin til starfa hjá Ísfélagi Vestmannaeyja um áramótin 2005/2006 til þess meðal annars að sjá um sjóðsstreymisvarnir félagsins. Í starfslýsingu minni stendur orðrétt um þennan hluta starfs míns: „BJ heldur utan um sjóðsstreymisvarnir félagsins og kaup og sölu gjaldeyris í samráði við framkvæmdastjóra og fjármálastjóra. Starfsmaður skal leitast við að miða þessa vinnu við að verið sé að minnka gjaldeyrisáhættu félagsins og að hún sé í samræmi við stefnu félagsins í þeim málum" Í samræmi við ofangreinda starfslýsingu voru allir samningar varðandi gjaldeyrisvarnir félagsins gerðir með vitund og samþykki framkvæmdastjóra og/eða fjármálastjóra. Frumkvæði að gerð samninga var ýmist mitt, fjármálastjóra eða framkvæmdastjóra. Í starfi mínu fyrir Ísfélagið var ég ekki prókúruhafi fyrir félagið. Stefna félagsins varðandi sjóðsstreymisvarnir var ekki til þegar ég hóf störf þrátt fyrir að samningar vegna slíkra varna hafi lengi tíðkast hjá félaginu fyrir mína tíð. Ég útbjó drög að stefnu félagsins í þessum málum og kom þeim drögum til framkvæmdastjóra til frekari afgreiðslu fyrir stjórn félagsins. Mér vitanlega markaði stjórn félagsins enga stefnu í þessum málum á þeim tima sem ég starfaði hjá félaginu. Af ofangreindu er ljóst að ég hafði ekki endanlegt ákvörðunartökuvald þegar kom að gerð þessara samninga og ég get þess vegna ekki hafa farið fram yfir neinar heimildir í þeim efnum eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Í starfi mínum hjá Ísfélaginu hafði ég aldrei bein samskipti við stjórn. Ég sat aldrei stjórnarfund hjá Ísfélagi Vestmannaeyja þann tíma sem ég starfaði hjá félaginu. Mér er þar af leiðandi ekki kunnugt um hvaða mál voru tekin fyrir á stjórnarfundum. Upplýsingagjöf til stjórnar var hlutverk næstu yfirmanna, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra sem báðir sátu stjórnarfundi. Þess ber að geta að staða gjaldeyris- og afleiðusamninga kemur fram í endurskoðuðum árshluta- og ársreikningum félagsins í samræmi við hlutafélagalög. Hvað hugsanleg mistök í starfi varðar þá hef ég án efa gert sömu mistök og allir þeir sem treystu á að bankakerfið myndi starfa áfram í sömu mynd og það hafði gert á undanförnum árum. Ég axla þá ábyrgð með því að missa starfið en ég er ekki sammála þeim orðum Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar stjórnarformanns Ísfélagsins að ég hafi farið út fyrir heimildir félagsins eða vanrækt upplýsingagjöf til stjórnar og vísa ég um það til þess sem hér kemur fram að ofan. Ég kveð Ísfélagið með söknuði, þar eignaðist ég marga góða félaga og vill ég nota tækifærið til þess að þakka þvi frábæra fólki sem starfar hjá Ísfélaginu og gerir það að því öfluga félagi sem það er."
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira