Erlent

Tók 46 milljónir úr biluðum hraðbönkum og flúði land

MYND/Stefán

Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur sænskum manni sem notaði sér ótæplega bilun í hraðbanka. Hann stakk af úr landi með fjörutíu og sex milljónir króna.

Eins og þeir vita sem nota hraðbanka er þak á þeirri upphæð sem hægt er að taka þar út á hverjum sólarhring. Með einhverjum hætti komst 54 ára gamall maður í Landskrona í Svíþjóð að því í síðasta mánuði að þetta þak var bilað í nokkrum hraðbönkum í borginni. Næstu klukkustundirnar stóð hann sveittur við að taka út peninga og þegar hann loks hætti hafði hann nælt sér í rúmlega 46 milljónir króna.

Hann gerði sér náttúrlega grein fyrir að bankinn myndi ekki sætta sig við þetta og stakk því af úr landi. Hann mun hafa verið handtekinn í Póllandi hinn 19. apríl en látinn laus aftur þar sem ekki hafði verið gefin út alþjóðleg handtökuskipun. Það var gert í snarhasti daginn eftir en þá var kauði horfinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×