Innlent

Börn festust úti í Gróttu - heil á húfi

Gróttuviti.
Gróttuviti. MYND/Anton Brink

Slökkvilið var kallað út í Gróttu þar sem sex börn, átta og níu ára gömul voru í sjálfheldu á eyjunni eftir að flæddi að. Bátur sem staðsettur er á slökkviliðsstöðinni á Tunguhálsi var sendur af stað auk þess sem bátur úr Nauthólsvík fór einnig til aðstoðar.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru börnin í góðu yfirlæti í eyjunni og aldrei í hættu. Verið er að selflytja þau í land á bátunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×