Innlent

Árás í Lækjargötu: Maðurinn úr öndunarvél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn sem ráðist var á í Lækjargötu á fimmta tímanum í nótt er kominn úr öndunarvél en er ennþá til eftirlits á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Ráðist var á manninn við strætóskýlið á móti Stjórnarráðinu og fékk lögreglan tilkynningu um atburðinn um klukkan korter í fimm í nótt. Sá sem ráðist var á var fluttur á slysadeild með höfuðáverka. Honum var haldið sofandi í öndunarvél fram á morgun en er nú vaknaður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er enn verið að rannsaka málið en lögreglan sagði frá því í morgun að hún leitað karlmanns og konu sem tengjast málinu. Þá er óskað eftir því að vitni að atburðinum gefi sig fram í síma 4441100.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×