Árni Bergmann skrifar ævisögu Gunnars Eyjólfssonar 10. október 2009 06:00 Ævisaga í smíðum <B>Gunnar Eyjólfsson er ákaflega leyndardómsfullur og dulur yfir ævisagnaritun sinni en </B>Árni Bergmann hefur tekið við keflinu af Illuga Jökulssyni og saman fara þeir Gunnar yfir snældur sem Gunnar á með hugrenningum sínum. „Jú, þetta er rétt, annars erum við bara rétt að byrja og það er varla tímabært að tala um þetta," segir stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson. Hann er nú farinn að leggja drög að ritun ævisögu sinnar ásamt sveitunga sínum, Árna Bergmann. Upphaflega stóð til að Illugi Jökulsson myndi skrifa sögu Gunnars en hann féll úr skaftinu vegna anna og Árni hljóp í skarðið. Illugi sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa mælt með Árna og kvaðst vera ánægður með að hann hefði fengist til verksins. Gunnar tekur í sama streng, er sáttur með skiptin þótt vissulega sjái hann eftir Illuga. „Árni er Keflvíkingur eins og ég og Keflvíkingar eru Keflvíkingar, þeir eru öðruvísi en annað fólk," segir Gunnar og bætir því við, fólki til upplýsingar, að Bergmann-fjölskyldan sé ein af kjarnafjölskyldunum í Keflavík. Svo sé Árni líka góður rithöfundur. „Ég hef kynnst Árna mjög vel hin síðari ár," skýtur Gunnar að en Forlagið hefur þegar tryggt sér útgáfuréttinn að bókinni. „Jóhann Páll, JPV, er áhugasamur maður sem fylgist vel með," útskýrir Gunnar. Stórleikarinn verður hálf kjaftstopp þegar hann er spurður hvort þetta sé rétti tíminn til að skrifa ævisöguna. „Það hafa margir yngri menn en ég skrifað sína sögu, en við erum bara að byrja og ég veit ekkert hvenær þessu lýkur. Er ekki ævin öll þegar maður fer yfir móðuna miklu?" spyr Gunnar og leyfir sér að efast um að einhverjir bíði í ofvæni eftir því að þessi ævisaga hans komi út. Og verður að hryggja þá sem það gera með því að það verði í það minnsta ekki fyrir þessi jól. „Góð bók má svo sem koma út hvenær sem er en auðvitað finnst mörgum gaman að gefa út bók um jólin," segir Gunnar, dulur og leyndardómsfullur um þessa ævisögu sína. Augljóst er að þessi ævisagnaritun hefur staðið til lengi því Gunnar upplýsir að hann hafi tekið upp hugrenningar sínar á snældur og hann og Árni séu að fara í gegnum þær þessa dagana. „Það er ýmislegt sem hefur á daga manns drifið, maður er búinn að rifja ýmsa hluti upp og þá er margt sem kemur í ljós." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira
„Jú, þetta er rétt, annars erum við bara rétt að byrja og það er varla tímabært að tala um þetta," segir stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson. Hann er nú farinn að leggja drög að ritun ævisögu sinnar ásamt sveitunga sínum, Árna Bergmann. Upphaflega stóð til að Illugi Jökulsson myndi skrifa sögu Gunnars en hann féll úr skaftinu vegna anna og Árni hljóp í skarðið. Illugi sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa mælt með Árna og kvaðst vera ánægður með að hann hefði fengist til verksins. Gunnar tekur í sama streng, er sáttur með skiptin þótt vissulega sjái hann eftir Illuga. „Árni er Keflvíkingur eins og ég og Keflvíkingar eru Keflvíkingar, þeir eru öðruvísi en annað fólk," segir Gunnar og bætir því við, fólki til upplýsingar, að Bergmann-fjölskyldan sé ein af kjarnafjölskyldunum í Keflavík. Svo sé Árni líka góður rithöfundur. „Ég hef kynnst Árna mjög vel hin síðari ár," skýtur Gunnar að en Forlagið hefur þegar tryggt sér útgáfuréttinn að bókinni. „Jóhann Páll, JPV, er áhugasamur maður sem fylgist vel með," útskýrir Gunnar. Stórleikarinn verður hálf kjaftstopp þegar hann er spurður hvort þetta sé rétti tíminn til að skrifa ævisöguna. „Það hafa margir yngri menn en ég skrifað sína sögu, en við erum bara að byrja og ég veit ekkert hvenær þessu lýkur. Er ekki ævin öll þegar maður fer yfir móðuna miklu?" spyr Gunnar og leyfir sér að efast um að einhverjir bíði í ofvæni eftir því að þessi ævisaga hans komi út. Og verður að hryggja þá sem það gera með því að það verði í það minnsta ekki fyrir þessi jól. „Góð bók má svo sem koma út hvenær sem er en auðvitað finnst mörgum gaman að gefa út bók um jólin," segir Gunnar, dulur og leyndardómsfullur um þessa ævisögu sína. Augljóst er að þessi ævisagnaritun hefur staðið til lengi því Gunnar upplýsir að hann hafi tekið upp hugrenningar sínar á snældur og hann og Árni séu að fara í gegnum þær þessa dagana. „Það er ýmislegt sem hefur á daga manns drifið, maður er búinn að rifja ýmsa hluti upp og þá er margt sem kemur í ljós." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Sjá meira