Lífið

Flóamarkaður í Kaffistofu

Flóamarkaður Kristína Aðalsteinsdóttir listnemi vonar að skemmtileg markaðsstemning myndist í dag.
Flóamarkaður Kristína Aðalsteinsdóttir listnemi vonar að skemmtileg markaðsstemning myndist í dag.

Nemendur myndlistardeildar Listaháskóla Íslands standa fyrir flóamarkaði í nemendagalleríinu Kaffistofunni í dag.

„Markaðurinn hófst í gær og það gekk vonum framar. Við erum að þessu til að styrkja okkur sjálf í náminu því efniskostnaðurinn getur verið ansi hár,“ segir Kristína Aðalsteinsdóttir listnemi og einn aðstandenda flóamarkaðarins.

Á flóamarkaðinum verður hægt að kaupa flíkur, málverk og ýmislegt annað smádót og verður verðinu að sjálfsögðu stillt í hóf.

Markaðurinn er opinn í dag frá klukkan 12.00 til 18.00. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.