Innlent

Með lyfjatöflur í leggöngunum

Konan reyndi að smygla óþekktum lyfjatöflum inn í fangelsið.
Konan reyndi að smygla óþekktum lyfjatöflum inn í fangelsið.

Tuttugu og sjö ára kona var dæmd í 75 daga fangelsi fyrir tilraun til þess að smygla fíkniefnum inn á Litla Hraun í desember á síðasta ári. Þá ók hún einnig undir áhrifum vímuefna að fangelsinu.

Fíkniefnin reyndi konan að smygla inn í fangelsið með því að fela þau í leggöngum sínum. Um var að ræða 0,93 grömm af amfetamíni, 0,71 grömm af kókaíni og 10 óþekktar lyfjatöflur.

Konan hefur áður verið margdæmd fyrir akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Því var hún svipt ökuréttindum ævilangt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×