Innlent

Jafnréttisráð með og á móti

Jafnréttisráð fagnar aðgerðaáætlun gegn mansali, stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar um kynjaða hagstjórn og tilkomu Jafnréttisvaktar, segir í tilkynningu.

Um leið er minnt á að algjörlega sé á skjön við anda jafnréttis­laga að í nýskipaðri stjórn Seðlabanka séu fimm karlar og tvær konur og í sérnefnd um endurskoðun stjórnarskrár séu átta karlar og ein kona. Á sama hátt sé gagnrýnivert að í stjórn Kaupþings séu einungis konur.

Hafa skuli í huga og taka tillit til að samfélagið sé kynjað.- kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×