Lífið

Leaves spila á Nasa

Nýjasta plata Leaves gefur hinum ekkert eftir.  
Fréttablaðið/anton
Nýjasta plata Leaves gefur hinum ekkert eftir. Fréttablaðið/anton

Útgáfutónleikar Leav-es verða á Nasa í kvöld. Plata sveitarinnar We Are Shadows hefur fengið góða dóma hvarvetna en hún kom út 11. maí síðastliðinn.

Hvers vegna var beðið svona lengi með útgáfutónleikana? „Við vorum aðeins of fljótir á okkur,“ segir Andri Ásgrímsson hljómborðs-leikari. „Það er búið að vera svolítið mikið að gera hjá okkur síðan þá. Arnar eignaðist barn þarna rétt á eftir og Hallur fór að hitta Mikka Mús í Flórída. En núna er allt að fara á fullt.“

Leaves spilaði á Græna Hattinum í gær. Þá er lag af We Are Shadows, All the Streets Are Gold, komið í spilun. „Þetta er hresst lag. Landinn tekur vonandi vel í þetta.“ Andri segir sumarið óráðið hjá hljómsveitinni hvað varðar spilerí. „Það á bara eftir að koma í ljós. Við erum reyndar allir orðnir fullorðnir menn með krakka, þannig að við höfum ekki endalausan tíma eins og í gamla daga, en við reynum.“

Nokkur vel valin eldri lög verða í bland við nýju lögin á tónleikunum, en Snorri Helgason hitar upp. Þá bætir hljómsveitin við sig blástursleikara í fyrsta skipti. Tónleikarnir hefjast klukkan tíu og kostar 500 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.