Lífið

Kastljós kallað út úr sumarfríi

Ragnhildur Steinunn. Hún, sem og aðrir Kastljósliðar, eru í startholunum vegna ástandsins í þjóðfélaginu.
Ragnhildur Steinunn. Hún, sem og aðrir Kastljósliðar, eru í startholunum vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

„Já, sumarfríið stóð í einn dag. Þá varð ég viðþolslaus. Neinei, ég var búinn að ákveða að vera með mannskapinn til taks ef eitthvað kemur upp. Þannig að fólk er ekki alveg laust við okkur," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri og ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins.

Breytingar hafa orðið á dagskrá Sjónvarpsins en til stóð að Kastljósið yrði í sumarfríi til 4. ágúst. Að sögn Þórhalls er það liður í sparnaðaraðgerðum hjá RÚV. Þátturinn var í sumarfríi í fyrra en þá vegna EM í knattspyrnu.

Þórhallur segir að sumrin séu alla jafna blessunarlega átakalaus. Þingið í fríi og pólitíkin ekki mjög lifandi. „Og stærri mál ekki uppi. En nú eru átakatímar. Framundan eru stórar ákvarðanir í tengslum við sumarþing. Ályktun um ESB sem verður samþykkt eða synjað, Icesave-samkomulagið sem við vitum ekki hvernig fer. Og svo þessi húsrannsókn sem kom upp. Og önnur stór mál sem nú eru uppi. Formlega séð er mannskapurinn í sumarfríi en ég kalla hann út ef þurfa þykir. Ég tek ákvörðun miðað við atburðarás hvers dags," segir Þórhallur Gunnarsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.