Erlent

Hvetur N - Kóreumenn til að standa við skuldbindingar sínar

Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Norður-Kóreumenn til að standa við skuldbindingar sínar og leggja kjarnorkuvopnaáætlun sína á hilluna.

Obama segir geimskot þeirra í nótt ógna heimsfriðinum. Bandaríkjaforseti ræddi kjarnorkuvopnaógnina í ræðu í Prag í Tékklandi í morgun þar sem hann er nú í opinberri heimsókn. Hann sagði mikilvægt að boða til leiðtogafundar um kjarnorkuöryggi þar sem leiðtogar heims sammælist um að stöðva útbreiðslu kjarnavopna. Obama bindur vonir við að hægt verði að ganga frá nýjum sáttmála sem bindi enda á framleiðslu á efnum í kjarnorkusprengjur.

Bandaríkjaforseti sagði að á meðan kjarnorkuógn stafi enn frá Íran verði haldið áfram með framkvæmdir við umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×