Fjórðungur barna vitni að ofbeldi gegn móður 26. október 2009 18:45 Um fjórðungur barna er talinn hafa vitneskju um eða hefur orðið vitni að ofbeldi gegn móður, þar sem heimilisofbeldi á sér stað. Forstjóri Barnaverndarstofu segir upplifun barna geta verið jafn alvarleg og hafi þau orðið fyrir ofbeldinu sjálf. Tvær rannsóknir voru nýverið gerðar í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda til að sporna við ofbeldi á heimilum. Kom meðal annars í ljós að rúm 20 prósent kvenna, á aldrinum 18 til 80 ára, hafa einhvern tímann á ævinni verið beittar ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Einnig kom fram í samtölum við mæður að um fjórðungur barna inni á ofbeldisheimilum höfðu orðið vitni að eða vissu um ofbeldið sem átt hafði sér stað. Andleg áhrif af því geta verið mjög alvarleg. „Það er velþekkt að upplifun barna á heimilisofbeldi getur haft jafn alvarleg áhrif eins og barnið hafi sjálft sætt ofbeldinu," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Þetta hefur skaðleg áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins, getur orsakar depurð og önnur geðræn vandamál, auk þess sem þessi börn eru árásarhneigðari og líklegri til að beita önnur börn ofbeldi. Á fullorðinsárum eru þau einnig líklegri til að beita hörku í uppeldi eigin barna. Á Íslandi hafa ekki verið sértæk úrræði fyrir þessi börn, en barnaverndarnefndir hafa jafnan veitt þeim og foreldrum þeirra stuðning í formi sálfræðiþjónustu. Breytinga er hins vegar að vænta og vinnur Barnaverndarstofa að því að koma á fót sértækri meðferð. „Við leitum í smiðju Norðmanna sem hafa talsverða reynslu á þessu sviði og vonumst til að verði tilbúið öðru hvoru megin við áramótin," segir Bragi. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Um fjórðungur barna er talinn hafa vitneskju um eða hefur orðið vitni að ofbeldi gegn móður, þar sem heimilisofbeldi á sér stað. Forstjóri Barnaverndarstofu segir upplifun barna geta verið jafn alvarleg og hafi þau orðið fyrir ofbeldinu sjálf. Tvær rannsóknir voru nýverið gerðar í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda til að sporna við ofbeldi á heimilum. Kom meðal annars í ljós að rúm 20 prósent kvenna, á aldrinum 18 til 80 ára, hafa einhvern tímann á ævinni verið beittar ofbeldi af hálfu maka eða fyrrverandi maka. Einnig kom fram í samtölum við mæður að um fjórðungur barna inni á ofbeldisheimilum höfðu orðið vitni að eða vissu um ofbeldið sem átt hafði sér stað. Andleg áhrif af því geta verið mjög alvarleg. „Það er velþekkt að upplifun barna á heimilisofbeldi getur haft jafn alvarleg áhrif eins og barnið hafi sjálft sætt ofbeldinu," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Þetta hefur skaðleg áhrif á sjálfsmynd einstaklingsins, getur orsakar depurð og önnur geðræn vandamál, auk þess sem þessi börn eru árásarhneigðari og líklegri til að beita önnur börn ofbeldi. Á fullorðinsárum eru þau einnig líklegri til að beita hörku í uppeldi eigin barna. Á Íslandi hafa ekki verið sértæk úrræði fyrir þessi börn, en barnaverndarnefndir hafa jafnan veitt þeim og foreldrum þeirra stuðning í formi sálfræðiþjónustu. Breytinga er hins vegar að vænta og vinnur Barnaverndarstofa að því að koma á fót sértækri meðferð. „Við leitum í smiðju Norðmanna sem hafa talsverða reynslu á þessu sviði og vonumst til að verði tilbúið öðru hvoru megin við áramótin," segir Bragi.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira