Fótbolti

Jafnt hjá Japan og Ástralíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ástralir virtust ánægðir með jafnteflið.
Ástralir virtust ánægðir með jafnteflið. Nordic Photos / AFP

Í dag var leikið í undankeppni HM 2010 í Asíu. Þar mættust tvö sterkustu lið undankeppninnar, Ástralía og Japan, en urðu að sætta sig við markalaust jafntefli.

Tíu lið eru eftir í undankeppninni en þetta er í raun fjórða umferð undankeppninnar og því fjöldamörg lið þegar fallin úr keppni. Liðunum tíu var skipt í tvo riðla en Ástralía og Japan eru í efstu tveimur sætum A-riðils.

Þetta voru fyrstu stigin sem Ástralir tapa í riðlinum en leikið var í Japan í morgun. Ástralir eru í efsta sæti riðilsins með tíu stig eftir fjóra leiki en Japan í öðru sæti með átta.

Tvö efstu liðin úr hvorum riðli fá beinan þátttökurétt á HM í Suður-Afríku á næsta ári. Liðin í þriðja sæti mætast í aukaleik um hvort liðið mætir liði frá Eyjaálfu um eitt laust sæti á HM.

A-riðill:

Úrslit:

Japan - Ástralía 0-0

Úsbekistan - Bahrain - 0-1

Staðan:

Ástralía 10 stig (+6 í markatölu)

Japan 8 (+4)

Bahrain 4 (-1)

Katar 4 (-4)

Úsbekistan 1 (-5)

B-riðill:

Úrslit:

Íran - Suður-Kórea 1-1

Norður-Kórea - Sameinuðu arabísku furstadæmin 1-0

Staðan:

Suður-Kórea 8 stig (+5 í markatölu)

Norður-Kórea 7 (+1)

Íran 6 (+1)

Sádí-Arabía 4 (-2)

SAF 1 (-5)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×