Endurreisnarnefndin kynnir skýrslu sína 11. febrúar 2009 10:55 Frá blaðamannafundinum í Þjóðmenningarhúsinu. Mynd/Stefán Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins birti fyrstu skýrslu sína á fundi með blaðamönnum sem haldin var í mogun í Þjóðmenningarhúsinu. Mats Josefsson, sænskur bankasérfræðingur sem leiðir nefndina, kynnti vinnu hennar, áherslur og þau verkefni sem fram undan eru. Jafnframt var lögð fram starfsáætlun nefndarinnar og grein gerð fyrir þeim þáttum sem hún vinnur að. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Josefsson hafi verið ráðinn til að aðstoða ríkisstjórnina við að takast á við vanda bankakerfisins og hefur nú verið skipaður formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins. „Nefndin ber ábyrgð á þróun heildarstefnu um endurbyggingu bankakerfisins, framkvæmd hennar og samræmingu. Í nefndinni sitja fulltrúar allra viðeigandi aðila sem koma að meðferð bankamála," segir einnig. Fjallað er um þau grundvallaratriði, sem ríkisstjórnin þarf að takast á við, í starfsáætlun nefndarinnar, sem nefndarmenn hafa samþykkt og ríksstjórnin staðfest. Þar kemur fram að þau vandamál sem upp komu í kjölfar bankakreppunnar í upphafi október 2008 hafi haft áhrif á allar greinar efnahagslífsins og að þau muni áfram hafa áhrif á efnahagslífið.Nefndin hefur lagt eftirfarandi til:Starfandi bankar verði endurreistir af ríkisstjórninni, bæði rekstrarlega og fjárhagslega.Komið verði á fót Eignasýslufélag, ESF, (á ensku: Asset Management Company - AMC) sem muni hafa það hlutverk, annars vegar, að styðja endurreisn stærri fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi og, hins vegar, að endurskipuleggja félög og bjarga verðmætum sem glatast ef félögum fara í þrot.Ríkisstjórnin taki við hlutverki eigenda bankanna og láti bankana vita að viðskipti eigi ekki að ganga fyrir sig með sama hætti og áður.Stjórnendur banka geri sér grein fyrir því nýja umhverfi sem þeir starfa í og leggi sitt að mörkum og styðji ríkisstjórnina við að koma stefnumálum hennar, varðandi endurreisn efnahagslífsins í framkvæmd.Endurbættur verði laga- og framkvæmdarammi varðandi uppgjör gömlu bankanna.Skipting verðmæta, sem fást við sölu eigna gömlu bankanna, á milli kröfuhafa verði sanngjörn, réttlát og gagnsæ.Íhugað verði að setja upp sjálfstætt eignarhaldafélag sem fari með hlutabréf ríkisins í bönkum og fjármálastofnunum.Mótuð verði afstaða til framtíðareignarhalds á fjármálastofnunum, m.a. hugsanlega sölu hlutabréfa.Settar verði reglur og eftirlitsrammi í samræmi við það sem gerist best alþjóðlega. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins birti fyrstu skýrslu sína á fundi með blaðamönnum sem haldin var í mogun í Þjóðmenningarhúsinu. Mats Josefsson, sænskur bankasérfræðingur sem leiðir nefndina, kynnti vinnu hennar, áherslur og þau verkefni sem fram undan eru. Jafnframt var lögð fram starfsáætlun nefndarinnar og grein gerð fyrir þeim þáttum sem hún vinnur að. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Josefsson hafi verið ráðinn til að aðstoða ríkisstjórnina við að takast á við vanda bankakerfisins og hefur nú verið skipaður formaður nefndar um endurreisn fjármálakerfisins. „Nefndin ber ábyrgð á þróun heildarstefnu um endurbyggingu bankakerfisins, framkvæmd hennar og samræmingu. Í nefndinni sitja fulltrúar allra viðeigandi aðila sem koma að meðferð bankamála," segir einnig. Fjallað er um þau grundvallaratriði, sem ríkisstjórnin þarf að takast á við, í starfsáætlun nefndarinnar, sem nefndarmenn hafa samþykkt og ríksstjórnin staðfest. Þar kemur fram að þau vandamál sem upp komu í kjölfar bankakreppunnar í upphafi október 2008 hafi haft áhrif á allar greinar efnahagslífsins og að þau muni áfram hafa áhrif á efnahagslífið.Nefndin hefur lagt eftirfarandi til:Starfandi bankar verði endurreistir af ríkisstjórninni, bæði rekstrarlega og fjárhagslega.Komið verði á fót Eignasýslufélag, ESF, (á ensku: Asset Management Company - AMC) sem muni hafa það hlutverk, annars vegar, að styðja endurreisn stærri fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi og, hins vegar, að endurskipuleggja félög og bjarga verðmætum sem glatast ef félögum fara í þrot.Ríkisstjórnin taki við hlutverki eigenda bankanna og láti bankana vita að viðskipti eigi ekki að ganga fyrir sig með sama hætti og áður.Stjórnendur banka geri sér grein fyrir því nýja umhverfi sem þeir starfa í og leggi sitt að mörkum og styðji ríkisstjórnina við að koma stefnumálum hennar, varðandi endurreisn efnahagslífsins í framkvæmd.Endurbættur verði laga- og framkvæmdarammi varðandi uppgjör gömlu bankanna.Skipting verðmæta, sem fást við sölu eigna gömlu bankanna, á milli kröfuhafa verði sanngjörn, réttlát og gagnsæ.Íhugað verði að setja upp sjálfstætt eignarhaldafélag sem fari með hlutabréf ríkisins í bönkum og fjármálastofnunum.Mótuð verði afstaða til framtíðareignarhalds á fjármálastofnunum, m.a. hugsanlega sölu hlutabréfa.Settar verði reglur og eftirlitsrammi í samræmi við það sem gerist best alþjóðlega.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira