Deild fyrir einhverf börn stofnuð í haust 1. september 2009 05:30 Hjallastefnan rekur tíu leikskóla og þrjá grunnskóla. Nemendur eru 1.130 og starfsmenn 249. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti.fréttablaðið/stefán Stofnuð verður sérdeild fyrir einhverf börn í einum af grunnskólum Hjallastefnunnar á hausti komanda. Deildin er hugsuð sem vísir að umfangsmeiri úrræðum fyrir börn með þroskaraskanir á vegum Hjallastefnuskólanna. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að til þessa hafi ríkt sú trú að blöndun, eða samskipan barna með ólíkar þarfir, sé eina rétta leiðin. „Við erum að andæfa þeirri hugmynd. Við teljum að sérstakar deildir sem taki einvörðungu á stöðu einhverfra barna og geri þeim kleift að fara inn í samstarf með öðrum nemendum séu það sem koma skal.“ Að mati Margrétar Pálu tekur skólakerfið ekki nægilegt tillit til þarfa þessa hóps barna, þrátt fyrir að kennarar hafi svo sannarlega reynt sitt besta. Margrét Pála segir að á undanförnum árum hafi greiningum á einhverfurófi og dæmigerðri einhverfu fjölgað svo undrum sæti. „Kerfið hefur hins vegar ekki haft við. Við einkaaðilarnir getum hins vegar oft hlaupið hraðar en stóru kerfin.“ Hin nýja deild verður stofnuð við einhvern þriggja grunnskóla Hjallastefnunnar. Í upphafi verður deildin fyrir sjö til tíu börn og hvert þeirra fær sinn eigin kennara. Margrét Pála segir að fjölmörg einhverf börn hafi verið í leikskólum Hjallastefnunnar og þess vegna sé mikil uppsöfnuð þekking hjá starfsfólki sem mun nýtast til fullnustu. Nú er hafin leit að stuðningsaðilum, bæði faglegum og fjárhagslegum. „Við trúum því staðfastlega að fjölmargir vilji leggja okkur lið og ég auglýsi hér með eftir því. Það er líka von mín að við verðum ekki ein um þetta heldur muni fleiri bjóða upp á sértæk úrræði fyrir þá sem þurfa sértækan stuðning á tilteknu æviskeiði.“ Margrét Pála segir sérdeild sem þessa útheimta mikið fjármagn. Leitað hefur verið til eins sveitarfélags um stuðning en fleirum verið kynnt hugmyndin. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra, segir að stofnun sérdeildar innan Hjallastefnunnar sé frábær frétt og verði góð viðbót við þær sérdeildir fyrir einhverfa sem fyrir starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Innan hvers árgangs sé talið að einn af hverjum 150 einstaklingum sé með fötlun á einhverfurófinu. „Þörfin fyrir nýja sérdeild eins og þessa er vissulega mikil,“ segir Sigrún. svavar@frettabladid.is Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Stofnuð verður sérdeild fyrir einhverf börn í einum af grunnskólum Hjallastefnunnar á hausti komanda. Deildin er hugsuð sem vísir að umfangsmeiri úrræðum fyrir börn með þroskaraskanir á vegum Hjallastefnuskólanna. Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar, segir að til þessa hafi ríkt sú trú að blöndun, eða samskipan barna með ólíkar þarfir, sé eina rétta leiðin. „Við erum að andæfa þeirri hugmynd. Við teljum að sérstakar deildir sem taki einvörðungu á stöðu einhverfra barna og geri þeim kleift að fara inn í samstarf með öðrum nemendum séu það sem koma skal.“ Að mati Margrétar Pálu tekur skólakerfið ekki nægilegt tillit til þarfa þessa hóps barna, þrátt fyrir að kennarar hafi svo sannarlega reynt sitt besta. Margrét Pála segir að á undanförnum árum hafi greiningum á einhverfurófi og dæmigerðri einhverfu fjölgað svo undrum sæti. „Kerfið hefur hins vegar ekki haft við. Við einkaaðilarnir getum hins vegar oft hlaupið hraðar en stóru kerfin.“ Hin nýja deild verður stofnuð við einhvern þriggja grunnskóla Hjallastefnunnar. Í upphafi verður deildin fyrir sjö til tíu börn og hvert þeirra fær sinn eigin kennara. Margrét Pála segir að fjölmörg einhverf börn hafi verið í leikskólum Hjallastefnunnar og þess vegna sé mikil uppsöfnuð þekking hjá starfsfólki sem mun nýtast til fullnustu. Nú er hafin leit að stuðningsaðilum, bæði faglegum og fjárhagslegum. „Við trúum því staðfastlega að fjölmargir vilji leggja okkur lið og ég auglýsi hér með eftir því. Það er líka von mín að við verðum ekki ein um þetta heldur muni fleiri bjóða upp á sértæk úrræði fyrir þá sem þurfa sértækan stuðning á tilteknu æviskeiði.“ Margrét Pála segir sérdeild sem þessa útheimta mikið fjármagn. Leitað hefur verið til eins sveitarfélags um stuðning en fleirum verið kynnt hugmyndin. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Umsjónarfélags einhverfra, segir að stofnun sérdeildar innan Hjallastefnunnar sé frábær frétt og verði góð viðbót við þær sérdeildir fyrir einhverfa sem fyrir starfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Innan hvers árgangs sé talið að einn af hverjum 150 einstaklingum sé með fötlun á einhverfurófinu. „Þörfin fyrir nýja sérdeild eins og þessa er vissulega mikil,“ segir Sigrún. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira