Lífið

Kaninn kominn á koppinn

Starfsfólk Kanans eldhresst í morgunsárið.
Starfsfólk Kanans eldhresst í morgunsárið.

Útvarpsstöðin Kaninn, fór í loftið klukkan 8:00 í morgun og var það sjálfur Gulli Helga sem settist við hljóðnemann í morgun. Útvarpsstöðin sendir út frá Offiseraklúbbnum á Keflavíkurflugvelli á tíðninni 91,9. Starfsfólk stöðvarinnar var mætt eldsnemma í morgun til að prufa græjurnar og gæða sér á staðgóðum amerískum morgunverði.

„Nýi Kaninn verður í anda gamla Kanans nema hvað að þessu sinni verða raddir stöðvarinnar að sjálfsögðu íslenskar. Einar Bárðarson mun ræsa Kanann á ný og hefur hann fengið til liðs við sig fjölda þekktra útvarpsmanna og kvenna. Dagskrá Kanans verður útvarpað um tveggja kílówatta sendi og verður útvarpsstúdíóið í Officera Klúbbnum í Ásbrú."

Meðal þeirra sem munu verða með þætti á Kananum eru þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, Tvíhöfði. Þá mun Jóhannes Kr. Kristjánsson snúa aftur með þáttinn Kompás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.