Lífið

Íslendingar í WIPEOUT

Upptökur á þættium fara fram í Buenos Aires í Argentínu og greiðir Stöð 2 fyrir flug og gistingu fyrir þátttakendur sem fyrir vali verða.
Upptökur á þættium fara fram í Buenos Aires í Argentínu og greiðir Stöð 2 fyrir flug og gistingu fyrir þátttakendur sem fyrir vali verða.

Ljóst er að margir vilja sæti í ævintýraferð Stöðvar 2 til Argentínu, en tökur á íslenskri útgáfu skemmtiþáttanna WIPEOUT fara þar fram í byrjun október.

Mikill handagangur varð í öskjunni þegar opnað var fyrir skráningu í gær á Vísir.is, en alls hafa 1500 manns sótt um að keppa á stærstu þrautabraut heims, og talan fer ört vaxandi.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er um að ræða skemmtiþætti fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur taka þátt í eins konar þrautakóngi í kapphlaupi við klukkuna.

Upptökur á þættium fara fram í Buenos Aires í Argentínu og greiðir Stöð 2 fyrir flug og gistingu fyrir þátttakendur sem fyrir vali verða. Skilyrði fyrir þátttöku eru að vera með gilt íslenskt vegabréf og hafa náð 18 ára aldri. Verið er að leita að allskonar fólki og ganga Vildaráskrifendur Stöðvar 2 fyrir.

WIPEOUT Ísland verður á dagskrá Stöðvar 2 í byrjun næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.