Lífið

Stendur Partývakt Bylgjunnar í hjólhýsi - myndir

Ásgeir Páll kominn í stellingarnar fyrir Partývaktina
Ásgeir Páll kominn í stellingarnar fyrir Partývaktina Mynd/ Kiddý Thor
Útvarpsmaðurinn hláturmildi Ásgeir Páll Ágústsson mun senda partívakt Bylgjunnar út úr hjólhýsi á tjaldstæðinu á Flúðum í kvöld. Ásgeir er í raun að senda útvarpsþáttinn út heimanfrá sér þar sem hann er að eigin sögn „Trailertrash par exelance".

„Bylgjan er búin að vera á ferðalagi í allt sumar en ég er alltaf skilinn útundan. Einn eftir í Reykjavík. Svo vildi þannig til að ég var boðinn í fimmtugsafmæli um helgina hérna á Flúðum," segir Ásgeir sem sá fram á að þurfa að sleppa afmælinu þar sem Partývaktin er frá 22-03 öll laugardagskvöld. Ásgeir dó þó ekki ráðalaus þar sem hann fékk þá hugmynd að senda partývaktina út frá Flúðum - úr hjólhýsinu. Tæknimenn Bylgjunnar fóru því á fullt til að gera þetta mögulegt og afraksturinn heyrum við á Bylgjunni í kvöld.

Það sem færri þó vita er að Ásgeir Páll býr í hjólhýsi. „Ég er búsettur í Austurríki á veturna en hef verið hjá tengdaforeldrum mínum á sumrin. Nú var sá möguleiki ekki lengur fyrir hendi þar sem allt var uppbókað hjá þeim þannig að við hjónin ákváðum að búa í hjólhýsinu. Við erum því nokkurs konar „trailertrash par exelance"," segir hann og hlær.

Partývaktin verður send út á tjaldstæði en óttast Ásgeir ekkert að fullir vitleysingar í útilegu fari að angra hann í útsendingunni? „Nei ég á svo sterka konu. Hún er mikið hraustmenni og lemur þá sem hætta sér nærri hjólhýsinu," segir hann kátur og bætir við: „Svo verð með tvo mjög hrausta og blindfulla dyraverði til öryggis."

Hægt er að hlusta á partývaktina þegar húm hefst klukkan 22 með því að smella hér.





Rúnar Friðriksson stendur vaktina í dyrunum í kvöld. Hvort hann verði blindfullur er allsendis óvíst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.