Lífið

Dagur Kári leikstýrir nýjum sjónvarpsþætti

Dagur Kári Pétursson mun að öllum líkindum leikstýra nýrri, íslenskri sjónvarpsþáttaröð sem hefur verið gefið vinnuheitið Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson skrifar handritið.
Dagur Kári Pétursson mun að öllum líkindum leikstýra nýrri, íslenskri sjónvarpsþáttaröð sem hefur verið gefið vinnuheitið Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson skrifar handritið.

Dagur Kári Pétursson mun leikstýra nýjum sjónvarpsþætti sem hefur verið gefið vinnuheitið Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson skrifar handritið en þættirnir fjalla um blokk í Breiðholti og persónurnar sem þar búa. „Það er voðalega lítið hægt að segja núna um þættina, við erum bara að fjármagna þá og svona. En þeir eru teikniborðinu," segir Jóhann Ævar í samtali við Fréttablaðið.

Ef þættirnir verða að veruleika verður þetta í fyrsta skipti sem Dagur Kári leikstýrir í sjónvarpi. Auk þess yrði Betlehem fyrsta verkefni Dags sem hann skrifaði ekki sjálfur.

„Dagur er mjög góður leikstjóri, hæfur í því sem hann gerir og á eflaust eftir að bæta einhverri snilld við þetta," segir Jóhann.

Dagur Kári er um þessar mundir að undirbúa sig fyrir Kanadaferð því kvikmyndin hans A Good Heart verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og tekur þar þátt í „Special Presentation"-flokknum ásamt leikstjórum á borð við Werner Herzog, Pedro Almodóvar og Jane Champion auk Drew Barrymore sem er að leikstýra kvikmynd í fyrsta sinn.

A Good Heart hefur verið nokkuð lengi á teikniborðinu en upphaflega stóð til að Tom Waits og Ryan Goosling léku aðalhlutverkin. Þegar ekki tókst að samræma dagskrá þeirra voru engir aukvisar fundnir í staðinn, þeir Paul Dano og Brian Cox. - fgg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.