Lífið

Kreppuleikir

David Hare
David Hare

Breska Þjóðleikhúsið hefur pantað leikverk fyrir Lyttelton-sviðið frá David Hare um fjármálakreppuna. Það á að vera tilbúið til æfinga í haust.

Hare hefur áður fengið pantanir frá NT; síðast samdi hann verk um Íraksstríðið eftir pöntun. Þar áður hafði hann lagt fyrir sig stór verkefni;

leikverk um fjármál flokkanna, bresku biskupakirkjuna, þjóðnýtingu járnbrauta og dómskerfið. Í einu fárra verka sem hér hafa verið flutt eftir hann, Amy's View, tók hann til meðal annars skoðunar svikaskema í kringum Lloyd's-tryggingafélagið sem fór illa með sparifjáreigendur.

Hér á landi hefur fjármálakreppan líka kallað á hug leikskáldanna. Í fyrstu úthlutun Prologus fékk Bjarni Jónsson styrk til að vinna verk sem átti að gerast í aðför kreppunnar. Ekki er ljóst á þessu stigi hvort og hvenær það kemst á svið. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.