Erlent

Lögreglumenn grýttir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Töluvert hefur verið um árásir á lögreglumenn á hátíð sem nú stendur yfir í Gråsten í Danmörku. Í nótt grýtti hópur fólks lögregluþjóna með pizzasneiðum og bjórglösum þegar þeir fóru þess á leit að fólkið framvísaði skilríkjum. Einnig sparkaði maður nokkur í höfuð lögregluþjóns og gistir hann nú fangageymslur fyrir vikið. Hans bíður yfirheyrsla í dag þar sem hann mun þurfa að gera grein fyrir því hvað honum gekk til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×