Lífið

Fyrrverandi viðhald Beckhams ól barn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rebecca Loos á barn. Mynd/ AFP.
Rebecca Loos á barn. Mynd/ AFP.
Rebecca Loos, sem þekktust er vegna orðróms um að hún hafi haldið við David Beckham, hefur alið sitt fyrsta barn. Faðirinn er hinn norski Sven Christjar Skaiaa. Samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail var króginn alinn í Osló og vóg 3,3 kíló við fæðingu.

„Það er allt í stakasta lagi. Við erum heima og njótum hverrar einustu mínútu með litla barninu í lífi okkar," segir Rebecca Loos um drenginn, sem mun fá nafnið Magnus Leon Skaiaa.

„Áður en ég hitti Sven var ég búinn að fá nóg af karlmönnum og vildi einungis nota þá í kynlífi. En nú hef ég hitt þann eina rétta og ætla að verja lífi mínu með honum," segir Loos.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.