Íslenski boltinn

Prince Rajcomar í KR

Prince Rajcomar
Prince Rajcomar Mynd/Vilhelm

Hollenski framherjinn Prince Rajcomar, sem verið hefur á mála hjá Breiðablik frá árinu 2007, skrifar á morgun undir tveggja ára samning við KR. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rajcomar átti ekki fast sæti í liði Blika á síðustu leiktíð en skoraði sjö mörk í átján leikjum. Hann æfði m.a. með sænska liðinu Örebro í vetur en náði ekki að ganga í augun á forráðamönnum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×